Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eru foreldrar sektaðir ef nafn barns er ekki skráð fyrir 6 mánaða?

Jæja þá styttist í skírn dóttur okkar hjóna. Hún fæddist í byrjun febrúar og við gáfum henni nafnið Ester í lok mars.

Diljá (sex ára) stóru systir Esterar þótti nafnið skrítið og mörgum krökkum á svipuðum aldri. Þegar ég spurði krakkana sem þótti nafnið skrítið hvað þeim fyndist um nafnið Diljá þá fannst þeim það alls ekki skrítið nafn.

Nú er Ester er orðin rúmlega sjö mánaða. Vikunni áður en Ester varð sex mánaða skelltum við hjónin okkur niðrí Þjóðskrá til að skrá nafnið því við sáum fram á það að við myndum ekki ná að skíra hana fyrir sex mánaða aldurinn. Einhvern tíma heyrði ég að ef börn væru ekki komin með skráð nafn fyrir sex mánaða aldur þá væru foreldrar sektaðir. Ég spurðist fyrir hve há sektin var þegar skráðum nafnið en starfsmaðurinn (sem var líklega sumarstarfsmaður) vissi ekkert hve há sektin var.  

Ég hef ekki enn kynnt mér sektarákvæðin, ef einhver veit þau þá þætti mér vænt um að einhver sæi sér fært um að rita þau í athugasemdir.


Um bloggið

Elín Sigríður Ármannsdóttir

Höfundur

Elín Sigríður Ármannsdóttir
Elín Sigríður Ármannsdóttir
Þriggja barna móðir í fæðingarorlofi. Hef gaman af því að vafra um á netinu. Heimasíðan mín er http://uppskriftir.net

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband