Færsluflokkur: Bloggar
16.9.2008 | 23:35
Eru foreldrar sektaðir ef nafn barns er ekki skráð fyrir 6 mánaða?
Jæja þá styttist í skírn dóttur okkar hjóna. Hún fæddist í byrjun febrúar og við gáfum henni nafnið Ester í lok mars.
Diljá (sex ára) stóru systir Esterar þótti nafnið skrítið og mörgum krökkum á svipuðum aldri. Þegar ég spurði krakkana sem þótti nafnið skrítið hvað þeim fyndist um nafnið Diljá þá fannst þeim það alls ekki skrítið nafn.
Nú er Ester er orðin rúmlega sjö mánaða. Vikunni áður en Ester varð sex mánaða skelltum við hjónin okkur niðrí Þjóðskrá til að skrá nafnið því við sáum fram á það að við myndum ekki ná að skíra hana fyrir sex mánaða aldurinn. Einhvern tíma heyrði ég að ef börn væru ekki komin með skráð nafn fyrir sex mánaða aldur þá væru foreldrar sektaðir. Ég spurðist fyrir hve há sektin var þegar skráðum nafnið en starfsmaðurinn (sem var líklega sumarstarfsmaður) vissi ekkert hve há sektin var.
Ég hef ekki enn kynnt mér sektarákvæðin, ef einhver veit þau þá þætti mér vænt um að einhver sæi sér fært um að rita þau í athugasemdir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2008 | 10:33
Af hverju eru fleiri kvennemendur við HÍ?
Síðastliðinn sunnudag (um sexleytið) var í fréttum að konur í Háskóla Íslands væru helmingi fleiri en karlar (man ekki tölurnar). Ég reyndi að goggla þessa frétt áður en ég hófst handa við að skrifa þessa grein en fann ekkert um þetta.
Þegar við hjónin heyrðum fréttina veltum við fyrir okkur hvernig stæði á þessu. Af hverju er svona mikill munur á kynjahlutfalli í Háskóla Íslands (hef ekki skoðað kynjaskiptinguna í öðrum íslenskum háskólum)?
Konur eru orðnar töluvert fleiri í læknisnámi, tannlækna námi og lögfræði en fram kom í fréttinni að þetta voru karlafög fyrir nokkrum árum. Ég veit líka að Kennaraháskóli Íslands var að sameinast Háskóla Íslands og eflaust á það stóran þátt í kynjaskiptingu.
Spurningarnar sem ég velti fyrir mér eru:
- Af hverju eru konur fleiri en karlar?
- Hafa karlar dregist aftur úr hvað varðar menntun á háskólastigi?
- Hver er bakgrunnur kvennemenda við Háskóla Íslands?
- Ætli konur séu að bæta við háskólamenntun sína eða eru fleiri konur í námi með vinnu?
- Hefur meðalaldur nemenda við háskóla hækkað?
Þegar yrði farið að ræða spurningarnar frekar í fámennum hópi gætu komið upp enn fleiri spurningar. Heyrðir þú fréttina og manst þú meira en ég?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Elín Sigríður Ármannsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Fyrir fjölskylduna Síða sem inniheldur ummæli mín um vörur og vefverslanir sem ég hef verslað við á Internetinu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar