Auðveldari byrjun í 2. bekk en 1. bekk - fyrir börn & foreldra

Nú er þriðja vikan í grunnskólum landsins að byrja og auðveldara fyrir mig og dóttur mína nú en í fyrra.

Þegar hún byrjaði í 1. bekk síðast liðinn vetur fékk hún heimaverkefni. Þau voru ekki flókin að mínu mati. Hún átti að skrifa 4-6 línur af sama stafnum í skriftarbók, en kennarinn var búinn að forskrifa fyrsta stafinn. Þessar skriftaræfingar heima tóku á. Síðan átti hún að skrifa í sögubók og fljótlega fór hún að koma með lestrarbók heim. Við sem foreldrar fyrsta barns okkar sem var að byrja í skóla kunnum bara ekkert á þetta. Ég var að ströggla við að láta hana klára heimaverkefnin kvöldið fyrir skiladag, en þá hafði dóttir mín verið í skólanum frá 8:30 til 17:00 - fullur vinnudagur. Þetta tókst á endanum en vá hvað gráu hárunum fjölgaði við þetta. Svona voru fyrstu tvær vikurnar hjá fjölskyldunni (að mér minnir) síðasta vetur.

Við hjónin ræddum málin og komumst að því að við yrðum að setjast niður með dömunni á laugardags- eða sunnudagsmorgnum. Þegar við byrjuðum á því gekk allt miklu betur. Fyrir mína parta þyrfti að bjóða foreldrum þegar börn þeirra byrja í 1. bekk á smá lærdómsfund á vegum skólans eða hverfisins. Því við sem foreldrar þurfum að læra að læra með börnum okkar. Ekki satt?

Nú í haust var hún að byrja í 2. bekk og allt gengur miklu betur fyrir sig. Hún þekkir alla í bekknum, kom heim með skemmtilega lestrarbók og átti einungis að reikna tvær blaðsíður. Hún fer fyrr að sofa, reyni að vera búin að koma henni í rúmið um átta en þá hefst fundur Leynifélagsins á Rás 1.

Önnur ástæða þess að allt gengur betur fyrir sig er sú að ég er í fæðingarorlofi og gleymdi að sækja um frístundarheimili síðastliðið vor þannig að hún kemur heim úr skólanum rúmlega tvö. Hún er komin á biðlista og ég vona að hún komist inn í gæslu áður en ég byrja að vinna eftir fæðingarorlof (jan/feb).

Ég geri ráð fyrir að við séum ekki einu foreldrarnir sem hafa lent í erfiðleikum þegar frumburðirnir hefja skólagöngu. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hæ, velkomin á bloggið, og endilega láttu sjá þig á næsta fjörudegi hjá okkur hérna á nesinu. Þegar ég las pistilinn hjá þér rifjaðist alveg ótrúlega margt upp, þótt Hanna og Óli séu auðvitað komin langt upp úr grunnskóla ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.9.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elín Sigríður Ármannsdóttir

Höfundur

Elín Sigríður Ármannsdóttir
Elín Sigríður Ármannsdóttir
Þriggja barna móðir í fæðingarorlofi. Hef gaman af því að vafra um á netinu. Heimasíðan mín er http://uppskriftir.net

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband