16.9.2008 | 23:35
Eru foreldrar sektaðir ef nafn barns er ekki skráð fyrir 6 mánaða?
Jæja þá styttist í skírn dóttur okkar hjóna. Hún fæddist í byrjun febrúar og við gáfum henni nafnið Ester í lok mars.
Diljá (sex ára) stóru systir Esterar þótti nafnið skrítið og mörgum krökkum á svipuðum aldri. Þegar ég spurði krakkana sem þótti nafnið skrítið hvað þeim fyndist um nafnið Diljá þá fannst þeim það alls ekki skrítið nafn.
Nú er Ester er orðin rúmlega sjö mánaða. Vikunni áður en Ester varð sex mánaða skelltum við hjónin okkur niðrí Þjóðskrá til að skrá nafnið því við sáum fram á það að við myndum ekki ná að skíra hana fyrir sex mánaða aldurinn. Einhvern tíma heyrði ég að ef börn væru ekki komin með skráð nafn fyrir sex mánaða aldur þá væru foreldrar sektaðir. Ég spurðist fyrir hve há sektin var þegar skráðum nafnið en starfsmaðurinn (sem var líklega sumarstarfsmaður) vissi ekkert hve há sektin var.
Ég hef ekki enn kynnt mér sektarákvæðin, ef einhver veit þau þá þætti mér vænt um að einhver sæi sér fært um að rita þau í athugasemdir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:39 | Facebook
Um bloggið
Elín Sigríður Ármannsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Fyrir fjölskylduna Síða sem inniheldur ummæli mín um vörur og vefverslanir sem ég hef verslað við á Internetinu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ nafna! sko við erum tvær sem heitum elín sigríður grétarsdóttir, ég er fædd 74 og er úr reykjavík og hin er fædd 72 og alin upp fyrir austan, þekki hana ekkert en það var svo fyndið þegar ég flutti á blönduós fyrir nokkrum árum þá leigði ég íbúð af fyrrverandi manninum hennar ! svona er heimurinn lítill :)
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:38
Hæ frænka, ég held þetta sé fín regla, enda er fjölskylda okkar dæmi um að ýmis nöfn festast við krakka sem ekki eru alla vega nefndir tímanlega. Salli (Salamon, sonur Davíðs) og Litli, góð dæmi, þarf að beita mig hörðu til að muna að þeir heita Sveinn og Jón. Svo var það annað hvort Helga eða Níní sem dróst að skíra og nafnið Polla var að festast á blessað barnið. Uppruni uppefnisins var sem sagt Appolónía Schwartzkopf, draugurinn á Bessastöðum ;-) þannig að gott að hún heitir Ester, fallegt nafn. Óli var reyndar skírður þegar hann vantaði einn dag (!) í að verða sex mánaða, en ég hafði ekki hugmynd um þessar reglur, ekki víst að þær hafi verið til fyrir 29 árum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.9.2008 kl. 23:12
Þetta á víst að vera Salomon!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.9.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.